18.6.18

HELLO FROM ITALY

KJÓLL: SELECTED     TASKA: SAINT LAURENT     SÓLGLERAUGU: QUAY AUSTRALIA

Halló frá hitanum á Ítalíu! Ég ætlaði að vera miklu duglegri að blogga á meðan ég væri úti en ég 
komst að því stuttu eftir að ég kom að Ítalar eru ekki með bestu nettenginguna og er ég búin að 
vera í takmörkuðu netsambandi seinustu tvær vikur og því hef ég einbeitt mér helst að því að deila
með ykkur ferðinni í gegnum Snapchat (@alexsandrabern) og Instagram (@alexsandrabernhard)
hjá mér. Nú er ég komin í ágætt samband og get byrjað að deila ferðinni með ykkur hér á blogginu
ásamt þeim þúsund myndum sem ég hef tekið. Við flugum út í byrjun Júní til Rómar þar sem við
eyddum þremur dögum og einmitt þar sem þessar myndir voru teknar. Við leigðum okkur íbúð þar
í gegnum Airbnb og vorum á æðislegum stað miðsvæðis - við eyddum dögunum okkar í Róm að
skoða okkur um, skoða hringleikhúsið, borða nóg af pasta og pítsum og bara njóta. Róm er mjög
falleg borg en á sama tíma vorum við öll mjög glöð að komast í burtu frá henni eftir tímann okkar
þar en magnið af sölumönnum á götunum er yfirgnæfandi og eru þeir mjög ágengir sem okkur fannst
mikill ókostur við borgina. Aftur á móti var maturinn, veðrið og sagan mjög heillandi. 

Ég kíkti í eina af mína uppáhalds verslunum, Selected, áður en ég fór út og fékk að velja mér nokkrar
flíkur til að taka með mér út og er þessi dökkblái kjóll meðal þeirra. Ég heillaðist af honum um leið 
og hef notað hann mikið hér úti. Hann er ótrúlega léttur og á þessum tíma meðgöngunar þegar ekkert
passar lengur þá er hann mjög kærkominn. Selected er bæði í Kringlunni og Smáralind og kostaði
kjóllinn 14.990 krónur 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig