Þá erum við komin aftur heim eftir yndislegar tvær vikur á Ítalíu. Eins og ég sagði ykkur frá í fyrri
færslu þá byrjuðum við ferðina á því að eyða þremur dögum í Róm með pabba mínum, konunni
hans og systrum en plönin breyttust aðeins sökum seinkunar á fluginu þeirra frá Íslandi - þau komu
því ekki fyrr en deginum á eftir okkur svo við höfðum heilan dag tvö saman til þess að ráfa um og
kynnast borginni aðeins áður en við tókum túristadag saman með þeim. Róm er ótrúlega falleg borg
með mikla sögu en verð ég að viðurkenna að ég fýlaði mig þúsund sinnum betur á næsta áfangastað
okkar sem ég mun deila með ykkur næst ♡
No comments
Post a Comment
xoxo