4.6.18

HOME // STOFA: FYRIR & EFTIR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Byko.

Þá er kominn tími til að deila með ykkur fyrir og eftir myndum af næsta rýminu í samstarfi við Byko.
Eins og ég sagði ykkur í þessari færslu sem ég birti um daginn þá skiptum við um gólfefni á öllum
rýmum nema baðherberginu og völdum við okkur ótrúlega fallegt 8mm harðparket úr Byko - parketið
heitir Lancaster Oak og er frá Krono Original. Við erum svo ánægð með breytinguna og ætla ég að 
deila með ykkur fyrir og eftir myndum af stofunni. Áður var gamalt plastparket á gólfunum þar sem
var í ágætu standi þrátt fyrir háan aldur en helsta vandamálið var að það brakaði svo svakalega í því
þegar gengið var á því. Brakið var að gera okkur smá brjáluð og erum við ekkert smá ánægð að vera
laus við það í dag. Nýja parketið kemur svo vel út á stofunni og birtir það íbúðina upp sem ég elska.
Ég elska líka flæðið á íbúðinni núna en eins og ég nefndi í seinustu fyrir og eftir færslu þá var annað
gólfefni á eldhúsinu og svefnherberginu svo flæðið var ekkert - nú er eins gólfefni á öllum rýmum og
það er svo fallegt hvernig það flæðir inn í næsta rými án þröskulda. Ég ætla að leyfa myndunum að
tala en þær segja ansi mikið 


FYRIR

EFTIR
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig