Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins og Guerlain.
Um daginn fékk ég yndislegan pakka með nokkrum snyrtivörum sem ég var spennt að prófa og
meðal annars var í honum L'Or farðagrunnurinn frá Guerlain sem mig hefur lengi langað til að
eignast. Ég hef séð Tati lofsyngja hann í marga mánuði svo þið rétt getið ímyndað ykkur hversu
spennt ég var þegar ég sá hann í pakkanum. Ég nota ekki alltaf farðagrunn en eftir að ég byrjaði
að nota þennan þá get ég ómögulega sleppt honum. Fyrir utan að vera fallegasta snyrtivara sem
ég held að ég hafi átt þá hentar grunnurinn minni húð ótrúlega vel. Eins og sést þá inniheldur
hann hreinar 24-karata gullflögur og ég meina, hver vill ekki byrja daginn á því að bera smá
gull á andlitið sitt?! Farðagrunnurinn er gelkenndur, ótrúlega frískandi og veitir húðinni góðan
raka og ljóma - allt sem ég leita eftir í farðagrunn.
Þar sem ég er langflesta daga heima með Frosta þá vill ég fríska mig aðeins við en á sama tíma
er ég ekki að nota kannski farða dagsdaglega heldur vill ég bara aðeins gefa húðinni góðan raka,
hylja það sem þarf að hylja, gefa húðinni smá lit og ljóma. Ég byrja alla morgna á því að þvo mér
létt í framan, set á mig rakakrem, sólarvörn og svo ber ég á mig uppáhalds hyljarann minn frá
næla mér í nýja en hyljarinn er svo ótrúlega léttur en hylur svo ótrúlega vel ásamt því að haldast
á allan daginn. Ég set svo aðeins af sólarpúðri á mig til að fá smá lit og er ég nýlega byrjuð að
nota Terracotta sólarpúðrið frá Guerlain sem er ein vinsælasta varan frá þeim og það kemur mér
ekki á óvart af hverju. Ótrúlega fallegur litur og blandast svo vel! Ég klára svo með að laga aðeins
augabrúnirnar mínar og krulla augnhárin og þá er ég tilbúin í daginn. Ég er að prófa nýjan farða
þá daga sem ég nenni að gera meira en þetta og hlakkar mig til að deila honum með ykkur ♡
Post a Comment
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins.
Ég er ótrúlega spennt að vera byrjuð í samstarfi með Clarins en ég hef notað vörur frá merkinu í
langan tíma. Síðan samstarfið hófst hef ég kynnst enn fleiri æðislegum vörum frá þeim sem eru
komnar til að vera í minni rútínu. Ein vara sem ég hef notað mjög mikið upp á síðkastið er hyljari
sem heitir Instant Concealer og er ég ótrúlega hrifin af honum. Á sumrin finnst mér langbest að nota
sem minnst af förðunarvörum á andlitið á mér og oftast nota ég einungis gott rakakrem, hyljara á
þau svæði sem ég þarf að hylja, augabrúnagel og smá ljóma í kremformi. Ég finn mig teygja mig
oftast í þennan hyljara þessa dagana en hann hylur ótrúlega vel en á sama tíma er hann mjög
léttur á húðinni og endist allan daginn. Hyljarinn birtir til undir augunum sem er fullkomið fyrir
eitt stykki þreytta mömmu en hann veitir húðinni einnig nauðsynlegan raka sem þurra húðin mín
er mjög þakklát fyrir. Mér finnst einnig mikill kostur að hyljarinn kemur í túpu upp á bakteríur
en ég set smá af honum á handarbakið og nota svo rakann svamp til að bera hann á húðina.
Fullkominn hyljari að mínu mati og í miklu uppáhaldi hjá mér ♡
Ég nota hyljarann í lit nr. 1.
Ég er ótrúlega spennt að vera byrjuð í samstarfi með Clarins en ég hef notað vörur frá merkinu í
langan tíma. Síðan samstarfið hófst hef ég kynnst enn fleiri æðislegum vörum frá þeim sem eru
komnar til að vera í minni rútínu. Ein vara sem ég hef notað mjög mikið upp á síðkastið er hyljari
sem heitir Instant Concealer og er ég ótrúlega hrifin af honum. Á sumrin finnst mér langbest að nota
sem minnst af förðunarvörum á andlitið á mér og oftast nota ég einungis gott rakakrem, hyljara á
þau svæði sem ég þarf að hylja, augabrúnagel og smá ljóma í kremformi. Ég finn mig teygja mig
oftast í þennan hyljara þessa dagana en hann hylur ótrúlega vel en á sama tíma er hann mjög
léttur á húðinni og endist allan daginn. Hyljarinn birtir til undir augunum sem er fullkomið fyrir
eitt stykki þreytta mömmu en hann veitir húðinni einnig nauðsynlegan raka sem þurra húðin mín
er mjög þakklát fyrir. Mér finnst einnig mikill kostur að hyljarinn kemur í túpu upp á bakteríur
en ég set smá af honum á handarbakið og nota svo rakann svamp til að bera hann á húðina.
Fullkominn hyljari að mínu mati og í miklu uppáhaldi hjá mér ♡
Ég nota hyljarann í lit nr. 1.
Færslan er unnin í samstarfi við Clarins.
Ég ætla rétt svo að vona að þessi byrjun á sumrinu sé komin til að vera en það hefur eflaust ekki
farið framhjá neinum að veðrið er búið að vera yndislegt seinustu daga. Þetta er mér mjög kærkomið
þar sem veðrið seinasta sumar var hreint út sagt ömurlegt og var ég þá í barneignarleyfi frá vinnunni.
Nú er ég ennþá í orlofi og elska ég að geta nýtt tímann minn í að sitja úti í góða veðrinu á nýju stóru
svölunum okkar. Þessi sending sem ég fékk núna um daginn frá Clarins hefði því ekki getað komið
á betri tíma en hún innihélt nokkrar sólarvarnir sem mig vantaði einmitt. Mér finnst svo mikilvægt
að nota sólarvörn, sama hvort þú ætlir að liggja í sólinni eða ekki. Að byrja snemma að verja
húðina okkar fyrir sólinni og geislum hennar er það besta sem við getum gert og nota ég sólarvörn
á hverjum degi á sumrin þar sem ég er með mjög viðkvæma húð og ég brenn mjög auðveldlega.
Í pakkanum voru tvær sólarvarnir fyrir líkamann, tvær fyrir andlitið og svo dásamlegt after sun
krem sem er fullkomið að bera á sig eftir góðan sólardag. Hér heima hef ég verið að nota varnirnar
með SPF 30 og þar sem við erum á leið erlendis eftir nokkra daga þá mun ég taka þær með út ásamt
SPF 50 vörnunum. Ég byrja alltaf að nota SPF 50 og færi mig svo niður í SPF 30 eftir nokkra daga
og hefur það hentað mér mjög vel. Líkamsvörnin með SPF 30 er gelkennd formúla sem breytist í
olíu og er hún í uppáhaldi hjá mér en hún gefur húðinni svo fallegan ljóma á sama tíma og hún er
að verja hana og fylla hana af raka. Hún skilur húðina ekki eftir klístraða og er mjög auðvelt að
bera hana á sig yfir daginn. Andlitsvörnin er líka æðisleg en það sem heillar mig mest er að hún
er í lítilli túbu svo það er auðvelt að henda henni í veskið sitt til að bera á sig reglulega yfir daginn.
Ég hef ekki enn prófað varnirnar með SPF 50 en mun deila þeim betur með ykkur á meðan við erum
úti í lok mánaðarins ♡
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins á Íslandi.
Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég að gjöf nokkrar vörur úr nýrri húðvörulínu frá Clarins sem
ber heitið My Clarins. Það sem heillaði mig við vörurnar er að þær eru allar mjög hreinar en ég
er mikið byrjuð að pæla í innihaldsefnum í þeim húðvörum sem ég nota og einnig eru vörurnar
vegan. Ég er með mjög viðkvæma húð svo ég reyni eftir bestu getu að forðast efni sem ég veit
að munu stífla hana. Nú er ég búin að vera að prófa vörurnar í nokkrar vikur en mér finnst vera
nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að prófa nýjar vörur, þá sérstaklega húðvörur til að sjá
hvernig húðin brest við þeim og hvaða áhrif vörurnar hafa til lengri tíma.
Þessar þrjár vörur eru orðnar daglegur partur af minni rútínu en fyrsta skrefið hjá mér er alltaf
að hreinsa húðina, sama hvort ég hafi verip með farða á mér yfir daginn eða ekki. Micellar vatn
hefur verið fyrsta skrefið mitt mjög lengi en ég fékk tækifæri til að prófa Micellar hreinismjólk
frá My Clarins og varð ég strax mjög spennt fyrir vörunni. Hreinsimjólk finnst mér veita mér
meiri raka þar sem ég er með mjög þurra húð en sum Micellar vötn þurrka húðina mína upp.
Ég set hreinismjólkina í bómul og strýk yfir allt andlitið, bæðina húðina og augun og er svo
engin þörf að hreinsa mjólkina af heldur fjarlægir hún allan farða og óhreinindi ásamt því að
næra húðina. Þegar húðin hefur verið hreinsuð þarf hún góðan raka og þá nota ég Refreshing
Hydrating Cream en þetta krem er ótrúlega létt en á sama tíma stútfullt af raka. Áferðin á
því er gelkennd og fer það strax inn í húðina, því finnst mér það líka ótrúlega gott á daginn
undir farða. Það stendur alveg undir nafni og er ótrúlega frískandi og kælandi að bera það á.
Seinasta varan sem ég fékk að prófa er eiginlega í uppáhaldi hjá mér en hana nota ég mjög
reglulega yfir daginn til að gefa húðinni smá rakabúst en það er Hydrating Beauty Mist,
fullkomið til að fríska upp á sig
My Clarins vörurnar eru einnig á ótrúlega góðu verði og er meðal annars hægt að finna
þær inn á netverslun Beautybox.is með því að smella HÉR ♡
ber heitið My Clarins. Það sem heillaði mig við vörurnar er að þær eru allar mjög hreinar en ég
er mikið byrjuð að pæla í innihaldsefnum í þeim húðvörum sem ég nota og einnig eru vörurnar
vegan. Ég er með mjög viðkvæma húð svo ég reyni eftir bestu getu að forðast efni sem ég veit
að munu stífla hana. Nú er ég búin að vera að prófa vörurnar í nokkrar vikur en mér finnst vera
nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að prófa nýjar vörur, þá sérstaklega húðvörur til að sjá
hvernig húðin brest við þeim og hvaða áhrif vörurnar hafa til lengri tíma.
Þessar þrjár vörur eru orðnar daglegur partur af minni rútínu en fyrsta skrefið hjá mér er alltaf
að hreinsa húðina, sama hvort ég hafi verip með farða á mér yfir daginn eða ekki. Micellar vatn
hefur verið fyrsta skrefið mitt mjög lengi en ég fékk tækifæri til að prófa Micellar hreinismjólk
frá My Clarins og varð ég strax mjög spennt fyrir vörunni. Hreinsimjólk finnst mér veita mér
meiri raka þar sem ég er með mjög þurra húð en sum Micellar vötn þurrka húðina mína upp.
Ég set hreinismjólkina í bómul og strýk yfir allt andlitið, bæðina húðina og augun og er svo
engin þörf að hreinsa mjólkina af heldur fjarlægir hún allan farða og óhreinindi ásamt því að
næra húðina. Þegar húðin hefur verið hreinsuð þarf hún góðan raka og þá nota ég Refreshing
Hydrating Cream en þetta krem er ótrúlega létt en á sama tíma stútfullt af raka. Áferðin á
því er gelkennd og fer það strax inn í húðina, því finnst mér það líka ótrúlega gott á daginn
undir farða. Það stendur alveg undir nafni og er ótrúlega frískandi og kælandi að bera það á.
Seinasta varan sem ég fékk að prófa er eiginlega í uppáhaldi hjá mér en hana nota ég mjög
reglulega yfir daginn til að gefa húðinni smá rakabúst en það er Hydrating Beauty Mist,
fullkomið til að fríska upp á sig
My Clarins vörurnar eru einnig á ótrúlega góðu verði og er meðal annars hægt að finna
þær inn á netverslun Beautybox.is með því að smella HÉR ♡
Subscribe to:
Posts (Atom)