25.8.19

BEAUTY // UPPÁHALDS Í AUGNABLIKINU

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins og Guerlain.

Um daginn fékk ég yndislegan pakka með nokkrum snyrtivörum sem ég var spennt að prófa og
meðal annars var í honum L'Or farðagrunnurinn frá Guerlain sem mig hefur lengi langað til að
eignast. Ég hef séð Tati lofsyngja hann í marga mánuði svo þið rétt getið ímyndað ykkur hversu
spennt ég var þegar ég sá hann í pakkanum. Ég nota ekki alltaf farðagrunn en eftir að ég byrjaði
að nota þennan þá get ég ómögulega sleppt honum. Fyrir utan að vera fallegasta snyrtivara sem 
ég held að ég hafi átt þá hentar grunnurinn minni húð ótrúlega vel. Eins og sést þá inniheldur 
hann hreinar 24-karata gullflögur og ég meina, hver vill ekki byrja daginn á því að bera smá
gull á andlitið sitt?! Farðagrunnurinn er gelkenndur, ótrúlega frískandi og veitir húðinni góðan
raka og ljóma - allt sem ég leita eftir í farðagrunn. 

Þar sem ég er langflesta daga heima með Frosta þá vill ég fríska mig aðeins við en á sama tíma
er ég ekki að nota kannski farða dagsdaglega heldur vill ég bara aðeins gefa húðinni góðan raka,
hylja það sem þarf að hylja, gefa húðinni smá lit og ljóma. Ég byrja alla morgna á því að þvo mér
létt í framan, set á mig rakakrem, sólarvörn og svo ber ég á mig uppáhalds hyljarann minn frá
Clarins sem ég fjallaði um í þessari færslu hér. Ég er alveg að vera búin með túpuna og þarf að
næla mér í nýja en hyljarinn er svo ótrúlega léttur en hylur svo ótrúlega vel ásamt því að haldast
á allan daginn. Ég set svo aðeins af sólarpúðri á mig til að fá smá lit og er ég nýlega byrjuð að
nota Terracotta sólarpúðrið frá Guerlain sem er ein vinsælasta varan frá þeim og það kemur mér
ekki á óvart af hverju. Ótrúlega fallegur litur og blandast svo vel! Ég klára svo með að laga aðeins
augabrúnirnar mínar og krulla augnhárin og þá er ég tilbúin í daginn. Ég er að prófa nýjan farða
þá daga sem ég nenni að gera meira en þetta og hlakkar mig til að deila honum með ykkur 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig