15.7.19

BEAUTY // CLARINS INSTANT CONCEALER

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins.

Ég er ótrúlega spennt að vera byrjuð í samstarfi með Clarins en ég hef notað vörur frá merkinu í
langan tíma. Síðan samstarfið hófst hef ég kynnst enn fleiri æðislegum vörum frá þeim sem eru
komnar til að vera í minni rútínu. Ein vara sem ég hef notað mjög mikið upp á síðkastið er hyljari
sem heitir Instant Concealer og er ég ótrúlega hrifin af honum. Á sumrin finnst mér langbest að nota
sem minnst af förðunarvörum á andlitið á mér og oftast nota ég einungis gott rakakrem, hyljara á
þau svæði sem ég þarf að hylja, augabrúnagel og smá ljóma í kremformi. Ég finn mig teygja mig
oftast í þennan hyljara þessa dagana en hann hylur ótrúlega vel en á sama tíma er hann mjög
léttur á húðinni og endist allan daginn. Hyljarinn birtir til undir augunum sem er fullkomið fyrir
eitt stykki þreytta mömmu en hann veitir húðinni einnig nauðsynlegan raka sem þurra húðin mín
er mjög þakklát fyrir. Mér finnst einnig mikill kostur að hyljarinn kemur í túpu upp á bakteríur
en ég set smá af honum á handarbakið og nota svo rakann svamp til að bera hann á húðina. 
Fullkominn hyljari að mínu mati og í miklu uppáhaldi hjá mér 

Ég nota hyljarann í lit nr. 1.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig