15.4.19

BEAUTY: MY CLARINS HÚÐVÖRUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins á Íslandi.

Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég að gjöf nokkrar vörur úr nýrri húðvörulínu frá Clarins sem
ber heitið My Clarins. Það sem heillaði mig við vörurnar er að þær eru allar mjög hreinar en ég
er mikið byrjuð að pæla í innihaldsefnum í þeim húðvörum sem ég nota og einnig eru vörurnar
vegan. Ég er með mjög viðkvæma húð svo ég reyni eftir bestu getu að forðast efni sem ég veit
að munu stífla hana. Nú er ég búin að vera að prófa vörurnar í nokkrar vikur en mér finnst vera
nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að prófa nýjar vörur, þá sérstaklega húðvörur til að sjá
hvernig húðin brest við þeim og hvaða áhrif vörurnar hafa til lengri tíma.

Þessar þrjár vörur eru orðnar daglegur partur af minni rútínu en fyrsta skrefið hjá mér er alltaf
að hreinsa húðina, sama hvort ég hafi verip með farða á mér yfir daginn eða ekki. Micellar vatn
hefur verið fyrsta skrefið mitt mjög lengi en ég fékk tækifæri til að prófa Micellar hreinismjólk
frá My Clarins og varð ég strax mjög spennt fyrir vörunni. Hreinsimjólk finnst mér veita mér
meiri raka þar sem ég er með mjög þurra húð en sum Micellar vötn þurrka húðina mína upp.
Ég set hreinismjólkina í bómul og strýk yfir allt andlitið, bæðina húðina og augun og er svo
engin þörf að hreinsa mjólkina af heldur fjarlægir hún allan farða og óhreinindi ásamt því að
næra húðina. Þegar húðin hefur verið hreinsuð þarf hún góðan raka og þá nota ég Refreshing
Hydrating Cream en þetta krem er ótrúlega létt en á sama tíma stútfullt af raka. Áferðin á
því er gelkennd og fer það strax inn í húðina, því finnst mér það líka ótrúlega gott á daginn
undir farða. Það stendur alveg undir nafni og er ótrúlega frískandi og kælandi að bera það á.
Seinasta varan sem ég fékk að prófa er eiginlega í uppáhaldi hjá mér en hana nota ég mjög
reglulega yfir daginn til að gefa húðinni smá rakabúst en það er Hydrating Beauty Mist,
fullkomið til að fríska upp á sig

My Clarins vörurnar eru einnig á ótrúlega góðu verði og er meðal annars hægt að finna
þær inn á netverslun Beautybox.is með því að smella HÉR 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig