5.6.19

BEAUTY // SUMARIÐ MEÐ CLARINS

Færslan er unnin í samstarfi við Clarins.

Ég ætla rétt svo að vona að þessi byrjun á sumrinu sé komin til að vera en það hefur eflaust ekki 
farið framhjá neinum að veðrið er búið að vera yndislegt seinustu daga. Þetta er mér mjög kærkomið
þar sem veðrið seinasta sumar var hreint út sagt ömurlegt og var ég þá í barneignarleyfi frá vinnunni.
Nú er ég ennþá í orlofi og elska ég að geta nýtt tímann minn í að sitja úti í góða veðrinu á nýju stóru
svölunum okkar. Þessi sending sem ég fékk núna um daginn frá Clarins hefði því ekki getað komið 
á betri tíma en hún innihélt nokkrar sólarvarnir sem mig vantaði einmitt. Mér finnst svo mikilvægt
að nota sólarvörn, sama hvort þú ætlir að liggja í sólinni eða ekki. Að byrja snemma að verja 
húðina okkar fyrir sólinni og geislum hennar er það besta sem við getum gert og nota ég sólarvörn
á hverjum degi á sumrin þar sem ég er með mjög viðkvæma húð og ég brenn mjög auðveldlega.

Í pakkanum voru tvær sólarvarnir fyrir líkamann, tvær fyrir andlitið og svo dásamlegt after sun
krem sem er fullkomið að bera á sig eftir góðan sólardag. Hér heima hef ég verið að nota varnirnar
með SPF 30 og þar sem við erum á leið erlendis eftir nokkra daga þá mun ég taka þær með út ásamt
SPF 50 vörnunum. Ég byrja alltaf að nota SPF 50 og færi mig svo niður í SPF 30 eftir nokkra daga
og hefur það hentað mér mjög vel. Líkamsvörnin með SPF 30 er gelkennd formúla sem breytist í
olíu og er hún í uppáhaldi hjá mér en hún gefur húðinni svo fallegan ljóma á sama tíma og hún er
að verja hana og fylla hana af raka. Hún skilur húðina ekki eftir klístraða og er mjög auðvelt að 
bera hana á sig yfir daginn. Andlitsvörnin er líka æðisleg en það sem heillar mig mest er að hún
er í lítilli túbu svo það er auðvelt að henda henni í veskið sitt til að bera á sig reglulega yfir daginn.
Ég hef ekki enn prófað varnirnar með SPF 50 en mun deila þeim betur með ykkur á meðan við erum
úti í lok mánaðarins 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig