27.9.18

NEW IN // HAUSTIÐ FRÁ SELECTED

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected.

Eins og ég er endalaust búin að vera að tala um þá er svo mikið af fallegum haustflíkum að streyma í
búðirnar um þessar mundir og gerir það mig ótrúlega spennta! Ég er alltaf sérstaklega spennt að sjá
hvað er að koma í Selected sem er ein af mínum uppáhalds verslunum hér heima. Um daginn kom 
þessi gullfallega kápa í verslanir og ég var ekki lengi að næla mér í eitt stykki! Hún er gjörsamlega
fullkomin að mínu mati og er ég svo ánægð með hana - hún rauk út á aðeins nokkrum dögum eftir
að hún kom sem mér finnst nú ekki skrýtið. Ég beið því aðeins með að deila henni með ykkur (og
eignaðist meira að segja barn í millitíðinni eins og þið sjáið á myndunum) en loksins er hún komin
aftur í verslanir. Liturinn á henni er fullkominn og er sniðið á henni svo einfalt og klassískt - þetta
er flík sem ég mun eiga lengi og sem passar við gjörsamlega allt!

Kápan er núna komin aftur í verslanir Selected í Kringlunni og Smáralind og kostar hún
25.990 krónur.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig