11.3.18

NEW IN // SELECTED VORKÁPA

Kápuna keypti ég mér sjálf. 

Já halló allir saman - ég vona að þið munið ennþá eftir mér en ég er heldur betur búin að vera slöpp
hér inn á og á hinum samfélagsmiðlunum mínum. Ég er búin að vera í mikilli lægð seinustu vikurnar
en þegar ég er föst í lægð þá er ég ekki að reyna að kreista úr mér efni enda vill ég frekar mynda og
blogga þegar mig langar til þess. Ég finn að ég er orðin mun skárri nú þegar snjórinn er farin og sólin
byrjuð að sjá sig en ég nýtti einmitt tækifærið í dag þar sem birtan var æðisleg að mynda nokkrar
flíkur og vörur sem ég mun deila með ykkur á næstu dögum. Svo styttist einnig í að ég geti deilt með
ykkur fyrir/eftir myndum af heimilisbreytingunum en við eigum bara eftir að setja listana á gólfin og 
mála vegginn inn í svefnberhergi í dekkri lit - ég get ekki beðið eftir að klára það og deila svo með 
ykkur lokaútkomunni!

Eitt af því sem ég myndaði í dag var nýjasta viðbótin í fataskápnum en eins og ég var búin að nefna
áður þá var ég í ströngu verslunarbanni í Febrúar. Það var gott að klára það en á sama tíma er ég 
búin að vera mjög dugleg að missa mig ekki í að versla þar sem markmiðið mitt í ár er að versla 
mér fáar en vandaðar flíkur og hugsa mig aðeins um áður en ég kaupi eitthvað. Það var einmitt
það sem ég gerði með þessa kápu en ég hafði séð hana fyrir nokkrum vikum þegar ég heimsótti
Selected og ég kolféll fyrir henni strax. Ég ákvað að kaupa hana ekki við fyrstu sýn heldur fór ég
heim og hugsaði málið í nokkra daga - þetta er snilldarráð og svínvirkar en ég hef hætt við nokkur
kaup eftir að ég byrjaði á þessu. Ef ég er enn að hugsa um flíkina nokkrum dögum seinna, þá leyfi
ég mér hana mögulega en eftir tvær vikur gat ég ekki hætt að hugsa um þessa kápu og því fékk
hún að koma með mér heim fyrir helgi. Þetta voru heldur betur góð kaup en ég hef notað kápuna
mikið eftir að ég fékk hana enda er hún fullkomin - ég elska litinn og sniðið á henni og er hún
ekki of þykk svo hún er fullkomin yfir þykkar peysur þegar það er ennþá kalt og yfir eitthvað
léttara núna í vor 

Kápuna keypti ég í Selected Smáralind og kostaði hún 37.990 krónur.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig