31.3.18

NEW IN: GANNI FAIRFAX DRESS

Kjólinn keypti ég mér sjálf.

Eins og ég sagði ykkur í seinustu færslu þá er ég að taka mig vel á þegar kemur að innkaupum sem 
snúa að fatnaði, skóm og snyrtivörum. Ég á meira en nóg af þessu öllu saman og er að vanda valið
vel þegar ég leyfi mér að versla smá. Ég rak augun í nýju vor- og sumarlínuna frá einu af mínum
uppáhalds merkjum, Ganni, fyrir nokkrum vikum og var sérstaklega hrifin af þessum svarta ,,wrap"
kjól sem er skreyttur með appelsínugulum blómum. Ég hugsaði málið vel og vandlega og náði ég
kjólnum aldrei úr hausnum á mér svo ég fór núna í vikunni í Geysi á Skólavörðustíg og nældi mér
í eitt stykki. Það er ekki komið veður fyrir hann hér heima strax en ég er á leið í frí til Ítalíu í sumar
og mikið er ég spennt að nota hann þar og svo hérna heima þegar (og ef..) veður leyfir.

Ég vona að þið hafið það öll gott um páskana - ég er á leið erlendis á morgun í vinnustopp og mun
ég því eyða páskunum með sjálfri mér og páskaegginu mínu í frosti og kulda. Ég get þó ekki kvartað
þar sem það er ekkert betra en að eyða deginum í leti á hótelherbergi, sérstaklega þegar það er kalt
úti 

Ganni fæst í verslunum Geysi og kostaði kjóllinn 28.990 krónur.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig