23.2.18

CURRENTLY LOVING // MARIA NILA VOLUME

Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf.

Ég hef áður deilt með ykkur hversu hrifin ég er af hárvörunum frá sænska merkinu Maria Nila en ég
skrifaði færslu um True Soft línuna fyrir tveimur árum og svo um Head & Hair Heal línuna nokkrum
mánuðum seinna en þá var merkið nýkomið í sölu hérlendis. Ég hef haldið mig við merkið síðan þá
og er ennþá jafnhrifin, ef ekki meira en ég var fyrst. Ég nota ennþá True Soft línuna reglulega en hún
stendur algjörlega undir nafni og gerir hárið ótrúlega mjúkt og meðferðalegt. Í þeirri línu er Argan
olía sem ég gæti ekki lifað án en ólíkt öðrum hárolíum sem ég hef prófað þá er hún svo létt og þyngir
ekki hárið. Head & Hair Heal línuna nota ég af og til þegar ég finn fyrir pirring og kláða í hársverði.
Nýlega byrjaði ég að nota Volume línuna þar sem mér fannst hárið mitt búið að vera svo flatt og 
líflaust - ég fékk sjampó, næringu og lyftingarsprey sem fer í rakt hár og gefur hárinu strax fyllingu
við rótina. Línan inniheldur B5 vítamin og styrkir því hárið í leiðinni sem er alltaf vel þegið. Ég er
ótrúlega hrifin af þessari línu og er spennt að prófa fleiri frá merkinu - ég á eftir að enda með að
fá valkvíða yfir hvaða línu ég á að nota þar sem allar sem ég hef prófað eru æðislegar!

Vörurnar frá Maria Nila eru allar 100% vegan og eru ekki prófaðar á dýrum 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig