9.11.17

OUTFIT // THE PERFECT MATCHING SET

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi.

Ég fékk það yndislega verkefni að deila með ykkur dressi úr einni af minni uppáhalds búð hérna
heima, Selected. Það er skemmtilegt tilefni en í dag opnaði Selected nýja verslun í Kringlunni og
er hún ótrúlega falleg. Það besta við nýju búðina er að loksins er komin Selected Femme deild í
Kringluna en hún var áður alltaf bara í Smáralindinni - nú er ótrúlega stutt fyrir mig að kíkja á
úrvalið og gleður það mig mjög! Í dag er miðnæturopnun í Kringlunni og því er allt í Selected
á 20% afslætti - það er um að gera að nýta sér það en ég kolféll fyrir þessu setti þar í dag og 
kom það með mér heim ásamt þessum blúndubol sem ég er í undir settinu og ótrúlega kósý
ullarpeysu sem mig hlakkar til að sýna ykkur sem fyrst. Ég er með æði fyrir svona settum í
augnablikinu og er æðislegt úrval af þeim í búðinni núna en ég elska munstrið á þessu og
hvernig jakkinn er bundinn í mittið! Veislan endar ekki í dag en á morgun er opnunarpartý
í Selected Kringlunni frá klukkan 17-19 og þar verður 20% afsláttur og sérstök tilboð - mæli
með að kíkja 

ÉG ER Í:
SELECTED buxur - 11.990 krónur
SELECTED kimono jakki - 12.990 krónur
SELECTED blúndubolur - 4.290 krónur
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig