13.11.17

BEAUTY // YSL ALL HOURS

Vörurnar í þessari færslu voru fengnar sem gjöf. 

LOKSINS LOKSINS LOKSINS! Ég er búin að vera að lofsyngja þennan farða á Snapchat seinustu
vikur en loksins er hann kominn í sölu hérlendis ásamt fleiri vörum úr sömu línu. Farðinn sem um
ræðir heitir All Hours og er frá YSL en í línunni er einnig farðagrunnur, hyljari, svampur og svo
púður. Ég verð að viðurkenna að fyrst, áður en ég prófaði, var ég ekki of heilluð af farðanum en
hann er auglýstur sem farði með mikla þekju og matta áferð. Vanalega henta þannig farðar mér
ekki en eftir að ég horfði á myndbandið hennar Tati þar sem hún fjallar um hann og prófar þá
varð ég ótrúlega spennt fyrir honum. Nokkrum dögum seinna var ég stödd í Seattle og ákvað
að rölta í Sephora og fá prufu af farðanum þar sem hann var ekki kominn í sölu heima. Það
kvöld flaug ég heim frá Seattle og var flugið um 7 klukkutímar - ég ákvað að þetta væri gott
tækifæri til að prófa farðann almennilega og vá! Eftir svona langt næturflug heim í þurru lofti
þá var farðinn ennþá fullkominn þegar ég lenti heima, ég var í sjokki.

Ég hef verið að nota farðann í nokkrar vikur og ég trúi því ekki enn þá hversu góður hann
virkilega er. Hann hylur ótrúlega vel en að mínu mati er hann ekki alveg mattur eins og þau
vilja meina - mér finnst áferðin vera meira náttúruleg og það lætur mig bara elska hann
meira. Endingin er líka ótrúleg en ég get farið með hann í flug klukkan sex að morgni og
komið heim tólf tímum seinna og það sést ekki á húðinni. Mér finnst samt nauðsynlegt að
setja gott rakakrem undir farðann þar sem ég er með yfirborðsþyrrk en farðinn ýkir það
ekki eins og flest allir þekjandi farðar gera vanalega. Ég er að byrja að prófa mig áfram
með hinar vörurnar úr línunni og lofa þær strax góðu  

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig