7.11.17

BIRTHDAY WISHES // 25


Jæja, þá erum við komin viku inn í Nóvembermánuð en þið vitið það kannski nokkur að ég á afmæli
þann 21. nóvember og því er afmælismánuðurinn minn runninn upp! Mig langaði að deila með ykkur
því sem er efst á óskalistanum mínum í ár en ég veit að margir fjölskyldumeðlimir og vinir bíða eftir
þessum lista. Í ár held ég upp á 25 ára afmælið mitt og hlakkar mig mest til að eyða deginum með
mínum nánustu og borða góðan mat! Maður hatar þó aldrei að fá pakka og eru eftirfarandi hlutir
á afmælislistanum mínum þetta árið:

1. HAY CPH20 

Eins og þið vitið er ég mjög hrifin af skandinavískri hönnun þegar kemur að heimilinu og er þetta
eldhúsborð frá HAY búið að vera efst á óskalistanum mínum lengi. Mig langar í það í svörtum við
og held ég að það muni smellpassa inn til okkar. Borðin frá HAY fást í Epal.

2. BY MALENE BIRGER GRINEEH BAG 

Þetta er nýjasta viðbótin á listann en þegar ég skoðaði úrvalið af By Malene Birger töskum í
Leifstöð um daginn þá var ég alveg heilluð af þessari. Fullkomin stærð og munstrið er ótrúlega
fallegt og einfalt - hún er til í nokkrum litum en ég er með auga á henni í hvítu og svörtu.
Merkið fæst í Company's Kringlunni og Airport Fashion í Leifsstöð.

3. BY LASSEN KUBUS 8

Ég er ótrúlega hrifin af vörunum frá By Lassen en ég á nú þegar þessa kertastjaka með plássi
fyrir 4 kerti í bæði svörtu og hvítu. Mig langar í stærri gerðina fyrir 8 kerti í svörtu en að hafa
hann og minni gerðina saman er svo fallegt. Fæst í Epal.

4. STOFF CANDLE HOLDER

Ég keypti mér minn fyrsta kertastjaka frá Stoff í Ilumn Bolighus þegar ég var stödd í Köben
í lok Október. Mér finnst þessir einstaklega fallegir og langar mig að byrja að safna þeim en
hægt er að festa þá saman sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. Fást í Casa og Snúrunni.

5. IITTALA KASTEHELMI 

Vörurnar frá Iittala slá alltaf í gegn en ég er að safna diskum og skálum úr Kastehelmi
línunni frá þeim í glærum lit. Mér finnst þessi lína einstaklega falleg og stílhrein.

6. SIF JAKOBS 

Skartið frá Sif Jakobs hefur verið í uppáhaldi hjá mér í nokkur ár og fékk ég hring frá
henni í afmælisgjöf í fyrra sem ég nota daglega. Mig vantar nýja eyrnalokka og eru þessir
frá henni nákvæmlega það sem ég hafði í huga og svo er þessi hringur ótrúlega fallegur
líka. Vörurnar frá Sif Jakobs fást í Leonard.

7. GLORIA KERTASTJAKI

Ég er búin að hafa augun á þessum kertastjaka heillengi en hann er svo fallegur! Hann er til í
tveimur stærðum en minni stærðin í silfri heillar mig mest og er ég meira að segja búin að finna
fullkomin stað heima við fyrir hann. Fæst í Winston Living í Hjartagarðinum.

8. SOSTRENE GRENE VELOUR STÓLAR

Um daginn komu svo fallegir stólar í Sostrene Grene og vá, ég var strax heilluð. Þetta eru
eins stólar og á myndinni nema með svörtum fótum og til í nokkrum litum. Mig langar í
þá í dökkfjólubláa litnum en ég held að þeir verði svo fallegir við svarta HAY borðið.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig