3.8.17

OUTFIT // OLIVE

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi.

Í gær lá ég í rólegheitunum úti á bakvið í tölvunni þegar þessi skyrtukjóll greip athygli mína. Ég vissi
um leið að ég þyrfti að eignast hann enda elska ég skyrtukjóla og hvað þá þegar þeir eru í uppáhalds
litnum mínum! Kjóllinn er úr Selected í Smáralind sem er ein af mínum uppáhalds verslunum hér
heima og ég gat gjörsamlega ekki beðið eftir að sýna ykkur hann svo ég dobblaði góða vinkonu að
taka nokkrar dress myndir af honum. Ég klæddist honum yfir svartan blúndukjól en það er fullkomið
að vera í þannig kjól undir þar sem það er svo fallegt þegar það sést aðeins í blúnduna að neðan. Þessi
er fullkominn í sumar, bæði hér heima og erlendis. Hann kostaði 15.490 krónur 

Myndir teknar af Þórunni Ívars.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig