2.8.17

HOME CHANGES // BEDROOM


Myndir teknar af Pinterest.

Í dag er fyrsti dagurinn minn í sumarfríi frá vinnunni en ég er í raun búin að vera í fríi síðan á 
mánudaginn. Á þessum þremur dögum er ég búin að fara í gegnum næstum því alla íbúðina, 
fara í gegnum alla skápa og skúffur og hent því sem ég þarf ekki að eiga og endurskipulagt
gjörsamlega allt. Nú er allt svo skipulagt og fínt hjá mér en ég er ekki nærrum því búin. Í þessu
skipulagi öllu fékk ég auðvitað flugu í hausinn um að breyta eitthverju, kemur það ykkur nokkuð
á óvart? 

Eins og þið vitið eflaust þá færðum við okkur um svefnherbergi í fyrra og er ég ótrúlega ánægð
með nýja herbergið. Mig langaði samt aðeins að breyta því svo að ég skrapp í llvu í dag og keypti
ný náttborð (getið séð þau ásamt fyrir og eftir myndum á Snapchat hjá mér - @alexsandrabernh)
og þau koma ekkert smá vel út. Það létti svo á en næsta verkefni er að skipta um lampa en ég ætla
að setja vegglampa fyrir ofan rúmið sitthvoru megin og svo þarf ég að finna fallegt dökkgrátt 
rúmteppi til þess að hafa á endanum á rúminu. Mig hlakkar mjög til að sýna ykkur lokaútkomuna
hér þegar allt er klárt en í millitíðinni er ég alltaf mjög dugleg að deila með ykkur breytingum hjá
mér á Snapchat (@alexsandrabernh
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig