11.8.19

HEIMA: HORNIÐ HANS FROSTA

Þessi færsla er ekki kostuð.

Loksins er nýja íbúðin byrjuð að breytast í heimili en á seinustu viku er helling búið að ske. Þegar við
fengum afhent í byrjun maí rifum við gamla parketið af, tókum burt forstofuskápinn, máluðum alla
íbúðina og settum nýtt parket á. Bara þessir litlu hlutir gjörbreyttu íbúðinni en svo ætluðum við líka 
að lakka hurðarnar hvítar en áður voru þær dökkbrúnar sem er ekki alveg okkar stíll. Eftir nánari
skoðun kom í ljós að hurðarnar voru orðnar mjög gamlar og því væri betra fyrir okkur að kaupa
nýjar hurðar og skipta þeim gömlu út. Það var loksins klárað núna í seinustu viku og er breytingin
svakaleg! Mér fannst við þurfa að klára þessa stærri hluti áður en við byrjuðum á litlu hlutunum en
um leið og hurðarnar kláruðust plataði ég stjúppabba minn og Níels að hengja upp nokkra hluti fyrir
Frosta. Ég er búin að bíða svo spennt að gera fallegt rými fyrir hann og er ég alveg í skýjunum með
hvernig allt kom út. Hann er ennþá að sofa inn í okkar herbergi svo við gerðum hornið hans þar
aðeins meira kósý og svo hengdum við upp String hillu og settum kommóðu inn í herbergið hans.
Ætla að deila með ykkur fleiri myndum og hvaðan hlutirnir eru 


Hornið hans inni í okkar svefnherbergi. Rúmið, sængurverin, hvíti stjörnukoddinn, kanínubangsinn, himnasængin, vasinn á rúminu og óróinn er úr Petit. Grái koddinn og náttljósið er úr Dimm og er
myndin fyrir ofan rúmið frá The Birth Poster. 


Inni í hans herbergi. Kommóðan er Malm úr Ikea og hillan er String úr Epal. Kanínumyndin er af
Etsy, blái vasinn er úr Kúnígúnd, Baby's First Book er úr Petit, viðarstafirnir eru frá Liewood og eru
úr Dimm, vasinn er Lyngby, pandan er úr Petit, skórnir eru frá Adidas, fíllinn er úr Epal, músin í
kassanum úr Petit og fótafarið gerði ég sjálf. 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig