29.7.19

NEW IN: ASOS LEOPARD WRAP SKIRT

Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.

ASOS leopard wrap midi skirt (fæst HÉR)

Fyrir stuttu leyfði ég mér að panta mér nokkra hluti af Asos. Ég hef ekki verslað föt á sjálfa mig í
langan tíma enda breytist margt þegar maður hugsar um lítinn unga fyrst og svo sjálfa sig en ég fann
um daginn að mig vantaði nokkrar flíkur. Fyrir flutningana seldi ég mjög margar flíkur úr skápnum 
mínum en ég finn að stíllinn minn er aðeins að breytast og langaði mig að skipta nokkrum flíkum út
fyrir nýjar. Ein flík sem ég ákvað að panta mér hef ég notað mun meira en mig grunaði að ég myndi
gera en það er þetta mynstraða pils - veðrið er bara búið að vera svo gott að ég kemst upp með að 
nota það hér heima sem er æðislegt. Ég elska svona bundin pils en mér finnst þau ótrúlega falleg,
þetta er svart og hvítt og passar fullkomnlega við bæði peysur og boli en ég klæddist því í dag við
einfaldan hvítan bol og sandala - ég deildi mynd af dressi dagsins í Insta Stories og var mikill áhugi
fyrir pilsinu svo ég ákvað að henda í þessa færslu. Pilsið fæst HÉR  


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig