26.8.19

HEIMILIÐ // NÝTT INN Í STOFU

Þessi færsla er ekki kostuð.

Ég held að ég ætti að fá verðlaun fyrir að vera þolinmóð en hlutirnir ganga frekar hægt (okei mjög
hægt að mínu mati) hér heima við eftir að við fluttum. Eins og ég var búin að segja ykkur áður þá
er auðvitað búið að gera hluti eins og að mála, skipta um parket og innihurðar en að koma okkur
almennilega fyrir tekur aðeins lengri tíma. Við erum að bíða eftir forstofuskápnum okkar sem mun
stúka forstofuna aðeins frá stofunni og einnig erum við að bíða eftir hirslum inn á gang í skotið þar
og er ég svo spennt að klára það því eftir að skápurinn er kominn á sinn stað þá get ég byrjað að 
hengja hluti á veggina í stofunni og raða í hirslurnar sem munu vera aftan á skápnum. Framhliðin
á skápnum verður semsagt inn í forstofu en bakhliðin snýr inn í stofu og vildum við nýta plássið
og hafa hillur þar ásamt plássi fyrir sjónvarpið. Við eigum svo eftir að kaupa ljós í alla íbúðina
líka en um daginn komu gardínur sem ég pantaði af netinu og er ég í skýjunum með útkomuna.

Ég pantaði þær bara til þess að prófa og sjá hvernig þær koma út en þær komu þúsund sinnum 
betur út en ég hafði hugsað mér og ætla ég að panta á restina af íbúðinni líka. Hlakka til að
deila með ykkur breytingunum en annars er ég mjög dugleg á Instagram Stories og þið getið
fundið mig þar undir @alexsandrabernhard 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig