Halló - seinustu dagar hafa heldur betur verið strembnir en um helgina fluttum við úr kjallaraíbúðinni
okkar í Norðurmýrinni í miðbæ Reykjavíkur í fallega og bjarta íbúð í Garðabænum. Það er því búið
að vera nóg um að vera að klára að pakka öllu, flytja, gera upp íbúðina og skila hinni af okkur ásamt
því að koma okkur fyrir hér hægt og rólega. Við fengum nýju íbúðina afhenda í byrjun mánaðarins
og máluðum hana alla og skiptum um gólfefni. Það er magnað hvað það breytir miklu bara að mála
og skipta um parket og erum við í skýjunum með breytinguna - ég mun auðvitað deila með ykkur
fyrir og eftir myndum af íbúðinni um leið og við höfum komið okkur almennilega fyrir en hér eru
nokkrar myndir af því sem er að verða klárt. Ég er mjög dugleg að deila daglegu lífi og smá frá
framkvæmdunum inn á Instagram Stories en ég er þar undir @alexsandrabernhard ♡
No comments
Post a Comment
xoxo