10.7.19

TVÆR VIKUR Á ÍTALÍU


Í seinustu viku komum við heim eftir tvær yndislegar vikur á Ítalíu. Við eyddum tveimur vikum þar í
fyrrasumar en þá fórum við til Rómar, Lake Garda og Feneyja og var það æðislegt! Núna vildum við
aðeins meiri afslöppun og að vera bara á einum stað allan tíman enda komin með barn svo við fórum
ásamt fjölskyldunni minni í héraðið Umbria sem er í aðeins meira en klukkutíma fjarlægð frá Róm.
Ég talaði um það á Instagram Story hversu mikið ég mæli með að leigja hús á Ítalíu ef þið eruð að
hugsa um fjölskyldufrí en þetta voru svo yndislegar tvær vikur. Við leigðum ótrúlega fallegt hús sem
var staðsett í algjörri sveit svo við vorum á mjög rólegum stað í algjörri afslöppun. Við byrjuðum
daginn okkar á morgunmat úti með geggjað útsýni yfir sveitina, fórum svo í sundlaugina til að kæla
okkur niður og oftast elduðum við kvöldmat í húsinu enda æðislegt úrval af hráefnum til í búðinni í
þorpinu sem var næst okkur. Ég ætla að leyfa nokkrum myndum frá fríinu okkar að fylgja 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig