25.3.19

NA-KD WISHLIST // VIKA 13

Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

NA-KD knitted dress (HÉR)     NA-KD alpaca wool sweater (HÉR)
NA-KD tied waist pants (HÉR)     NA-KD white shirt (HÉR)

Asos listarnir mínir eru alltaf mjög vinsælar færslur hér á blogginu en upp á síðkastið hef ég
orðið hrifnari og hrifnari af versluninni Na-kd. Ég hef minnst á hana nokkrum sinnum hér á
blogginu og því langaði mig í þetta skiptið að deila með ykkur óskalistanum mínum þaðan. 
Ég á nokkrar flíkur frá Na-kd og nota ég þær mikið og eru einmitt þrjár af þessum fjórum 
flíkum hér að ofan í reglulegri notkun hjá mér. Fyrst er það nýjasta viðbótin en það er þessi
hvíta bunda peysa en hún er svo falleg yfir svartar gallabuxur eða leggings - mest notuðstu
flíkurnar mínar þessa dagana eru samt þessi svarta ullarpeysa og svörtu lausu buxurnar en
saman er þetta eitt af mínum uppáhalds dressum. Fullkomið við bæði hvíta strigaskó svona
hversdags en líka við háhæluð stígvél þegar maður vill vera aðeins fínni. Hvíta skyrtan er
svo eitthvað sem ég myndi ekki slá hendinni á móti en hún er fullkomin og klassísk flík
sem virkar alltaf.

Na-kd sendingar eru mjög snöggar að koma (ca 2 daga, stundum einn) og er mjög þægilegt
að nú nýlega hef ég getað borgað tollinn fyrirfram bara þegar ég panta og það er alltaf hægt
að finna afsláttakóða sem virka til að spara smá 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig