23.4.19

BABY FAVORITES: LIEWOOD

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Dimm.

Það er ansi erfitt fyrir mig að velja uppáhalds merki þegar kemur að barnatengdum hlutum en mjög
ofarlega á þeim lista er merkið Liewood. Ég kynntist merkinu eftir að ég átti Frosta en hann fékk
meðal annars matarstell, leikkubba og handklæði frá merkinu í jólagjöf og eftir það var ekki aftur
snúið. Mér finnst vörurnar svo ótrúlega fallegar og höfum við bætt matarsmekkum, þvottapokum,
leikföngum og þessum sniðugu leikfangakörfum við safnið. Það kemst ótrúlega mikið fyrir í þeim
og eru þær mjög fallegar svo ég geymi ég þær frammi í stofu og passa þær fullkomnlega við stílinn
á heimilinu. Það er ótrúlega þægilegt að hafa allt helsta dótið hans ofan í körfunum þar sem það er
auðvelt að sækja það og kem ég meira að segja leikteppinu hans ofan í stóru körfuna! 

Matarstellin frá merkinu finnst mér líka æðisleg en við fengum grátt kanínustell að gjöf og notum
það daglega. Það er úr dásamlegum bambus og inniheldur skál, disk, skeið og glas! Smekkirnir eru
líka í daglegri notkun en við eigum tvo: einn sem er með ermum og annan venjulegan. Það er mjög
auðvelt að þrífa smekkina eftir matartímann annað hvort bara með blautum klút eða skola í vaskinum
en þeir mega svo fara í vél á 30 gráður sem ég geri ca vikulega til að þrífa þá enn betur. Smekkurinn
með ermunum var nauðsyn fyrir okkur þar sem Frosta finnst gaman að reyna að ná í skeiðina og éta
smekkinn svo það fer allt út um allt hjá okkur og með smekknum sleppi ég við það að þurfa að skipta
um föt eftir að hann borðar. Ef eitthvað fer út um allt þá koma þvottapokarnir sér vel fyrir en honum
finnst þeir ótrúlega skemmtilegir enda eru þeir mjög sætir og eru ansi vinsælt dót í baðinu.

Liewood fæst hér heima í verslun Dimm í Ármúla 44 og inn á dimm.is 

Dótakarfan fæst HÉR - Matarstellið fæst HÉR - Smekkurinn fæst HÉR - Ermasmekkurinn fæst
HÉR - Handklæðið fæst HÉR - Bókin fæst HÉR - Bangsinn fæst HÉRÞvottapokanir fást HÉR


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig