16.1.19

HOME: BABY CORNER

Þessi færsla er ekki kostuð.

Eins og ég sagði ykkur frá í seinustu færslu þá fengum við String hillu í jólagjöf en var þannig
dökk hilla búin að vera á óskalistanum í smá tíma. Mig langaði upprunalega í svarta en sú sem
við fengum er úr gullfallegum dökkdökkdökkbrúnum við sem er ennþá fallegri finnst mér - ég
ákvað að setja hana upp á veggnum á móti rúminu okkar inn í svefnherbergi en mig langaði
aðeins að breyta til þar og einnig langaði mig í smá stað fyrir dótið hans Frosta þar sem hann
er enn að deila herbergi með okkur. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna en það er alveg
magnað hvað svona litlar breytingar geta gert mikið. Það sést einnig glitta í nýja fallega
Eclipse lampann minn frá HAF Store sem Níels gaf mér í jólagjöf - hann er svo fallegur 

String Pocket hilla í Oiled Smoked Oak (fæst í Epal)     Baby's First Book (fæst í Petit)     Maileg mús (fæst í Petit)
Sebra pönduhringla (fæst í Petit)     Pom Pom lakkskór (fæst í Petit)     Lyngby vasi (fæst í Epal)     Fíll (fæst í Epal)
Sebra pönduspiladós (fæst í Petit)     Liewood stafakubbar (fæst í Dimm)


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig