5.2.19

CURRENTLY LOVING // MAC WATERWEIGHT FOUNDATION

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC á Íslandi.

Ég veit hvað þið eruð örugglega að hugsa, enn einn farðinn sem hún byrjar að tala um! Ég elska
allt sem við kemur húðinni hvort sem það eru húðvörur eða snyrtivörur en mér finnst ekkert fallegra
en ljómandi og falleg húð. Mér finnst því langskemmtilegast að prófa nýjar vörur sem tengjast því
en fyrir svolitlu síðan var mér boðið á skemmtilegan viðburð í MAC og kom ég heim með þennan
farða. Þar sem ég er heima núna í fæðingarorlofi er þetta fullkominn hversdagsfarði þá daga sem mig
langar að hafa mig til en eins og nafnið á honum gefur til kynna er hann mjög léttur. Seinustu vikur
er húðin mín búin að vera extra þurr og því margir farðar sem ýkja þurrkið en þessi er einn af þeim
sem gerir það einmitt ekki og er hann ótrúlega fallegur á húðinni - gerir hana ljómandi og lýtalausa!
Mæli með ef þú ert að leita þér að léttum farða sem gefur náttúrulega áferð 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig