15.1.19

HELLO 2019


Halló og gleðilegt nýtt ár - orðatiltækið betra seint en aldrei á sko heldur betur við hérna! Ég ákvað að
taka mér smá pásu frá blogginu yfir jólin og áramótin og entist pásan aðeins lengur en ég ætlaði mér 
en það gefst ekki mikill tími lengur að setjast niður við tölvuna. Við Frosti erum saman í orlofi og
Níels byrjaður að vinna aftur svo dagarnir mínir fara í að njóta með honum. Hann braggast ótrúlega
vel en eins og þið flest vitið kom hann fyrir tímann en það er svo yndislegt að sjá hann vaxa og dafna
svona vel. Hann er orðinn svo stór finnst mér enda elskar hann að vera á brjóstinu og er allt annað að
sjá hann miðað við fyrstu dagana þegar hann var ekki með neitt utan á sér. Hann fullkomnaði lífið 
okkar og erum við svo spennt fyrir árinu 2019 með honum! 

Við eyddum jólunum heima hjá foreldrum mínum og áramótunum með fjölskyldunni hans Níelsar
og var það alveg hreint yndislegt. Seinustu dagar hafa farið í algjöra afslöppun en ég er aðeins búin
að vera að laga til og breyta hér heima en við hengdum upp String hillu sem við fengum í jólagjöf 
og breyttum aðeins þar og svo er ég þessa dagana að stytta gardínurnar okkar en ég hef frestað því
í rúmt ár. Við erum í söluhugleiðingum sem mér finnst smá erfitt en ég elska íbúðina okkar svo
mikið en í sannleika sagt erum við búin að sprengja hana af dóti svo okkur langar að stækka við
okkur. Það ferli er ekki auðvelt skal ég segja ykkur en vonandi finnum við réttu eignina fyrir
okkur á árinu. Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum frá seinustu vikum (þær eru 
ekki margar, ég tek ekki myndir af fleiru en Frosta þessa dagana haha) 

Ein frá jólunum - ég fékk mér þennan gullfallega samfesting frá Selected og var í honum.
Ótrúlega fallegur og þægilegur!

Hér er String hillan sem um ræðir - mig langaði svo að hengja hana upp inn í
herbergi og setja smá af dótinu hans Frosta í hana. Ég ætla að gera sér færslu
um þessar breytingar sem kemur inn á næstu dögum!

Frosti og Kannsa Kanína - síðan hann fæddist hef ég tekið myndir af honum
reglulega með kanínunni og það er alveg hreint magnað að sjá hversu mikið
hann er búinn að stækka!

Ein önnur speglamynd fyrir eitt annað opið hús - eitthvað sem við
stundum þessa dagana!
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig