14.8.18

PREPPING FOR BABY

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur voru fengnar sem gjöf en annað keypti ég mér sjálf.

Mér finnst alveg magnað hversu hratt tíminn líður þessa dagana. Ágúst er að verða hálfnaður og það
er orðið ansi haustlegt á kvöldin sem ég hata nú ekki þar sem haustið og veturinn finnst mér svo kósý
tími. Þetta haust verður ennþá meira kósý þar sem von er á litla kallinum okkar núna 23. október og
munum við því eyða miklum tíma saman heima að kúra. Ég hef verið ágætlega dugleg að undirbúa
allt saman en kosturinn við að vera ekki að vinna (flugfreyjur mega bara vinna að 16. viku svo ég
hef verið í leyfi síðan í Maí) er að ég hef rosa mikinn tíma til að gera og græja. Ég er búin að fara í
gegnum alla skápa og skúffur hér heima, sortera og henda og gera pláss fyrir dótið hans. Hann verður
inni hjá okkur til að byrja með og því er ég með öll föt í minnstu stærðunum í kommóðunni þar og 
svo stærri föt inn í aukaherbergi. 

Í dag dró ég Níels með mér í Ikea en ég hafði séð á Pinterest sniðuga lausn þar sem Raskog vagninn
úr Ikea var notaður undir barnadót eins og bleyjur, blautþurrkur og taubleyjur og ákvað ég að fá mér
svartan til þess að geyma nákvæmlega þessa hluti í. Ég á eftir að kaupa bleyjur og þess háttar og því
geymi ég dúllerí í vagninum í augnablikinu en ég elska þessa lausn fyrir þá sem eru ekki með mikið
pláss en við erum til dæmis ekki með skiptiborð til að geyma þessa hluti á. Það er einnig ótrúlega
þægilegt að geta rúllað vagninum um alla íbúð og svo seinna meir er hægt að breyta honum í bar
eða geyma snyrtivörur í honum - Raskog vagninn fæst í þremur litum í Ikea og kostar einungis
6.990 krónur 

Taubleyjur frá Cam Cam og fást í Bíum Bíum - Vans skór keyptir í Feneyjum - Jellycat kanína og Konges Slojd
ljón úr Petit - Garbo & Friends leikteppi og skiptidýna* fæst í Dimm. 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig