12.8.18

CURRENTLY LOVING // ZARKOPERFUME

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZARKOPERFUME.

Um daginn þegar ég kíkti með vinkonu minni í verslunina Maí á Garðatorgi rak ég augun í ilmvötn
þar sem ég hafði aldrei séð áður og varð ég strax heilluð af þeim. Fyrsta lyktin sem ég tók upp og
þefaði af heitir OUD'ISH og vá, ég spreyjaði smá á hendina á mér og eyddi restinni af deginum
þefandi af sjálfri mér - hún er það góð! Ég er mjög vandlát þegar kemur að ilmvötnum og ég fýla
alls ekki hvað sem er, hvað þá núna þegar ég er ólétt og mjög viðkvæm fyrir mörgum lyktum en
þetta er ein besta lykt sem ég hef nokkurn tíman fundið og er ég svo spennt að fá tækifæri til að
kynna fyrir ykkur merkið ZARKOPERFUME sem er nýlegt hér á landi.

Merkið er danskt og einblínir það eingöngu á að hanna ,,high end" mólikúl ilmi. Mér finnst það
afar heillandi þegar merki einblína á eitthvað eitt ákveðið eins og þetta og gera það vel og því er
ég ótrúlega spennt fyrir merkinu. Ilmirnir fást eingöngu í þremur verslunum hérlendis í augnablikinu
sem eru Maí Garðatorgi, Systur & Makar (einnig á vefverslunum þeirra) og svo fást tveir ilmir í
versluninni Sölku í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að ég er nýbúin að eignast OUD'ISH þá langar mig
ótrúlega í ilminn sem heitir MOLéCULE 234.38 líka en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér líka.
OUD'ISH inniheldur oud sem er eitt af dýrustu hráefnum sem notað er í ilmvatn í heiminum og
ef ég ætti að reyna að lýsa ilminum þá er hann mjög sætur en á sama tíma frekar hlýr og léttur og
það besta við hann er að hann er unisex svo hann hentar öllum 

HÉR getur nú nálgast ilmina í vefverslun Maí og HÉR í vefversluninni Systur & Makar. 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig