16.8.18

ON IT'S WAY // ASOS SOCK BOOTS

ASOS design sock boots (HÉR)

Haustið er, eins og þið vitið, uppáhalds árstíðin mín þar sem mér finnst svo ótrúlega skemmtilegt að
klæða mig í fallegar kápur, peysur og skó. Haustflíkurnar eru byrjaðar að streyma í verslanir og verð
ég að viðurkenna að ég á smá erfitt með að missa mig ekki. Mig langar í fallega dökkbláa kápu fyrir
haustið og er ég að leita að hinni fullkomnu en ég pantaði mér fyrstu haustpöntunina mína í byrjun
vikunar. Mér finnst ég reyndar hafa ágætlega góða afsökun fyrir þessum kaupum en vegna óléttunnar
eru langflestir lokuðu skórnir mínir örlítið þrengri en þeir eru vanalega og því pantaði ég mér þessa í
hálfri stærð stærri en ég tek vanalega. Ég á svipaða sem eru orðir ágætlega gamlir og hef ég notað þá
ansi mikið (það mikið að þeir eru orðnir sjúskaðir) svo ég er mjög spennt að fá þessa - þeir eru svo
fullkomnir við allt hvort sem það séu gallabuxur, sokkabuxur eða víðar buxur 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig