26.8.18

OUTFIT // LINDEX BUMP DRESS

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindex á Íslandi.

Um daginn sýndi ég ykkur gullfallegu ungbarnalínuna frá Lindex (sjá færsluna hér) og í dag er ég 
ótrúlega spennt að deila með ykkur þessum kjól úr meðgöngulínunni þeirra. Ég var búin að vera með
augun á honum í nokkrar vikur en mér finnst svo fallegt að klæðast aðsniðnum kjólum og peysum 
þegar bumban er orðin ágætlega stór eins og mín er orðin. Hún tók góðan vaxtarkipp núna á bara
nokkrum dögum og því er ég svo ánægð að hafa nælt mér í kjólinn en ég hef mikið notað hann 
síðan hann varð minn - fullkominn yfir meðgöngusokkabuxurnar úr Lindex og svo hendir maður
sér í fallegan léttann jakka eða kápu í haust. Ég nældi mér líka í nokkra gjafahaldara þegar ég
heimsótti verslunina um daginn ásamt meðgönguleggings en mér finnst nauðsynlegt að eiga eitt
stykki þannig þar sem þær eru svo þægilegar yfir þægilega peysu á letidögum 

MOM kjóll fæst hér og MOM leggings fást hér

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig