24.8.18

CURRENTLY LOVING // CLARINS TONIC BODY TREATMENT OIL

Vöruna fékk ég sem gjöf.

Alveg síðan ég varð ólétt hef ég lagt extra mikla áherslu á að hugsa vel um húðina mína og passa
að viðhalda raka í henni en ég er með mjög þurra húð, bæði í andlitinu og á líkamanum. Ég byrjaði
strax að bera á mig olíur og krem þrátt fyrir að engin bumba var byrjuð að myndast en ég er mjög
þakklát fyrir að hafa byrjað svona snemma á þessu. Slit eru að sjálfsögðu ekki það versta í heiminum
en mig langaði samt sem áður að passa húðina og er ég ekki komin með nein slit á bumbuna en smá
á lærin en að mínu mati eru þau alveg þess virði. Líkaminn er að ganga í gegnum ótrúlegar breytingar
og munu þau lýsast með tímanum og minna mig á meðgönguna sem er ómetanlegt. 

Það eru tvær olíur sem standa upp úr af þeim sem ég hef prófað og nota ég þær daglega í bland. Fyrst
er það Bio Oil en hana keypti ég í Target þegar ég var ennþá að fljúga en hún fæst hér heima í Costco
og einnig er hægt að panta hana á netinu og fá hana senda heim. Ég elska hana en hún er ótrúlega feit
og mjög virk á slit og ör. Nýlega fékk ég svo senda þessa olíu frá Clarins sem heitir Body Treatment
Oil og er hún stinnandi. Lyktin af olíunni er unaðsleg og elska ég að bera hana á mig áður en ég fer
að sofa - ég set hana á bumbuna, brjóstin, mjaðmirnar, rassinn og lærin og hún fer mjög hratt inn í
húðina og gefur henni ljóma. Ég mun halda áfram út meðgönguna að bera hana á mig í bland við Bio
Oil og eflaust líka eftir fæðinguna - mæli með 




SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig