30.8.18

NEW IN // NA-KD FASHION

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við NA-KD en notaðir eru auglýsingalinkar.

Ást mín á vefversluninni Asos hefur eflaust ekki farið framhjá neinum en ég hef verið dugleg að 
panta mér þaðan og deila þeim kaupum með ykkur yfir seinustu ár. Nýlega uppgvötaði ég aðra
vefverslun sem ég hef pantað mér mikið af og langaði mig því að skella í færslu og deila henni
með ykkur þar sem Asos færslurnar mínar hafa alltaf verið ótrúlega vinsælar og mikið lesnar.
Verslunin heitir NA-KD og er úrvalið þar inn á æðislegt - flíkurnar eru gullfallegar og eru þar
að finna mörg merki, svipað og er inn á Asos en það er meira af skandinavískum merkjum inn
á NA-KD ásamt vörum frá NA-KD merkinu sjálfu og svo er merkið duglegt að fá áhrifavalda
til þess að hanna línur fyrir sig sem mér ótrúlega skemmtilegt. 

Nýjustu kaup mín af NA-KD er einmitt þessi gullfallegi skyrtukjóll sem áhrifavaldurinn
Hannalicious hannaði en um leið og ég sá hann þá vissi ég yrði að eignast hann. Ég var
samt sem áður oooof bjartsýn þar sem ég passa ekki í hann (enda komin 7 mánuði á leið
og bumban passar ekki í hann) en hann fær að hanga inn í svefnherbergi hjá mér og bíður
eftir að fá notkun eftir að ég eignast son okkar. Ég sé hann fyrir mér við svört ,,over the 
knee" stígvél í vetur og fallega kápu en ég elska öll smáatriðin á skyrtunni. 

Það besta við NA-KD er að sendingarnar eru í einungis 2-3 daga á leiðinni og hafa mínar
sendingar allar komið beint heim að dyrum og hef ég lent í því að sleppa að borga toll og
öll gjöld af sendingunum sem er yndislegt en ég get auðvitað ekki staðfest að það gerist
alltaf. Einnig er mjög auðvelt að finna afsláttarkóða til að nota og fá afslátt en ég googla
alltaf áður en ég panta og finn kóða í hvert einasta skipti - fyrir þessa pöntun notaði ég
kóðann ,,jet-20" og fékk því 20% afslátt 

Skyrtan fæst HÉR og er fáanleg í þremur mismunandi litum.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig