9.8.18

NEW IN: NEW WAVE OPTIC

Þessi færsla er ekki kostuð.

Lokins - stundum get ég alveg tekið allan tímann í heiminum að koma hlutum í verk en stundum 
verða þeir að gerast helst í gær. Við fengum þetta gullfallega veggljós frá Design by Us sem fæst í
Snúrunni í jólagjöf í fyrra og tók það okkur ekki nema sjö heila mánuði að finna stað fyrir það og
að setja það upp. Íbúðin okkar er ekki sú stærsta og fann ég aldrei neitt veggpláss fyrir ljósið en
þetta litla horn fyrir ofan sófann var alltaf ofarlega í huganum. Mér fannst veggurinn samt ekki
nægilega stór (stofuglugginn er við hliðina á) til þess að ljósið gæti notið sín sem best en við
ákváðum svo bara að prófa að setja það upp þar og vá, ég er ekkert smá ánægð með útkomuna.

Þrátt fyrir að veggurinn er ekki stór þá kemur ljósið ótrúlega vel út og skil ég ekki af hverju við
vorum ekki löngu búin að þessu. Ljósið var lengi búið að vera á óskalistanum mínum og er ég 
ennþá svo ástfangin af því - það er svo fallegt og gerir allt svo hlýlegt og kósý. Ég var með lampa
á litlu HAY hliðarborði við hliðina á sófanum en ég færði hann inn í herbergi og setti frekar stóran
vasa á borðið með eucalyptus greinum og er breytingin æðisleg 

New Wave Optic veggljósið fæst í Snúrunni og kostar 49.900 kr. 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig