6.8.18

CURRENTLY LOVING // THE ORDINARY

Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf.

Mér finnst ekkert betra en að finna vörur sem henta húðinni minni og fara vel í hana og
mér finnst það vera ennþá betra þegar maður fer ekki á hausinn út af þeim. Góðar húðvörur
þurfa ekki að vera dýrar en nýlega kynntist ég snyrtivörumerkinu The Ordinary og hafa þær
heldur betur sannað það fyrir mér að góðum gæðum fylgir ekki alltaf hátt verð. Ég elska enn
þær vörur sem ég nota reglulega frá merkinu Drunk Elephant sem ég hef sagt ykkur frá áður 
en er það merki í dýrari kantinum svo mér finnst æðislegt að geta mælt með ódýrum valkosti
fyrir ykkur sem eruð ekki tilbúin að eyða miklu í góðar húðvörur.

The Ordinary er nýlegt húðvörumerki frá Kanada sem hefur náð gríðarlegum vinsældum á
rosalega stuttum tíma og notar Kim Kardashian meira að segja vörur frá þeim. Fyrir nokkrum
mánuðum keypti ég mér fyrstu vöruna frá þeim en er það vara sem heitir Hyaluronic Acid
2% + B5 sem er rakaserum. Að mínu mati er þetta ,,must have" vara ef húðinni þinni vantar
raka. Ég nota serumið daglega bæði á morgnanna og kvöldin og fer það strax inn í húðina og
veitir henni nauðsynlegan raka og verður hún ótrúlega ,,plumped" og ljómandi. Þórunn dró
mig um daginn í verslunina Maí sem er staðsett á Garðatorgi en vörurnar frá merkinu eru
seldar þar og inn á heimasíðunni þeirra mai.is - það var ný sending að koma þá og því vildi
hún drífa sig til að ná vörum en þær klárast víst mjög hratt. Ég var mjög ánægð að hún hafi
dregið mig með en ég labbaði út með þrjár vörur frá merkinu sem ég er ótrúlega spennt að
prófa. Ég ætla að geyma tvær af þeim (Salicylic Acid 2% og AHA 30% & BHA 2% Peeling
Solution) þar til eftir meðgönguna en ég er aðeins byrjuð að prófa mig áfram með Lactic
Acid 5% + HA sem er æðisleg vara. Hún fjarlægir ysta lag húðarinnar mjög varlega og er
því fullkomin fyrir viðkvæma húð - húðin verður ótrúlega ljómandi og mun bjartari en áður
en ég er með leiðinlega rauða bletti eftir bólur sem ég er að reyna að losna við og er ég mjög
bjartsýn að þessar vörur muni bjarga því vandamáli. Ég er það hrifin af þessum vörum að
ég pantaði mér nokkrar í viðbót og bíð ég spennt eftir þeim 

Vörurnar frá The Ordinary fást í Maí Garðatorgi og inn á mai.is og kosta frá 790 krónum til 2.290 krónum.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig