19.8.18

HOME CHANGES // MINI MYNDAVEGGUR

Þessi færsla er ekki kostuð // Allar vörur keypti ég mér sjálf.

Þið vitið það eflaust að ég elska allt sem tengist heimilinu og breytingum á því en um helgina réðst ég
í smá breytingar á veggnum fyrir ofan eldhúsborðið okkar. Þegar við fluttum inn fyrir fimm árum var
nagli í veggnum og síðan þá höfum við alltaf verið með eina mynd á veggnum. Mér fannst myndirnar
alltaf týnast smá og vera smá einmanna svo mig langaði aðeins að bæta við vegginn og datt því í hug
að gera ,,mini" myndavegg eins og ég gerði fyrir ofan sófann okkar í fyrra (sjá færslu um hann HÉR).
Þegar maður gerir svona myndaveggi þá finnst mér nauðsynlegt að hugsa sig vel um hvernig manni
langar að hafa hann og reikna vel út hvar hver mynd á að vera staðsett. Ég var í alveg nokkrar vikur 
að ákveða hvernig mig langaði að hafa þennan vegg en upprunalega ætlaði ég að bæta við tveimur
litlum myndum við hliðina á þessari stærri (þessi stærri var ein á veggnum fyrir). Þegar ég sá svo
þennan veggstjaka á Instagram hjá HAF Store þá varð ég að eignast hann og ákvað að setja hann fyrir
ofan litla mynd og er ég ekkert smá ánægð með útkomuna. Það er svo ótrúlega kósý á kvöldin að 
kveikja á kertinu en þessi stjaki er einn sá fallegasti sem ég hef séð 

Stór mynd frá Desenio.com - Lítil mynd af Etsy - HAF Studio veggstjaki (fæst í HAF Store) - Lynbgy 
vasi (fæst í Epal) - Stoff kertastjaki (fæst í Snúrunni) - Victorian Animal ilmkerti (fæst í Snúrunni).


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig