8.7.18

VENICE PHOTO DIARY


Hér höfum við seinustu myndadagbókina frá Ítalíuferðinni okkar - eftir vikuna yndislegu í húsinu við
Garðavatn lá leið okkar til Feneyja en þar eyddum við þremur dögum áður en við flugum heim. Ég 
verð að viðurkenna að ég var orðin mjög þreytt á þessum tímapunkti og alveg tilbúin að komast heim
en ég hefði samt sem áður aldrei viljað sleppa því að upplifa Feneyjar - eina sem ég hefði viljað gera
öðruvísi er að fara í dagsferð þangað en ekki eyða heilum þremur dögum þar, það fannst mér aðeins
of mikið. Um hásumarið er mjög mikið af fólki þarna og ekki er borgin stór svo á tímabilum var ég
alveg að gefast upp. Borgin er aftur á móti mjög falleg og þess virði að heimsækja! Við í raun gerðum
ekki mikið heldur nutum við okkar að rölta litlu göturnar og borða góðan mat en ég verð að mæla 
með veitingarstaðnum La Caravella en þar borðuðum við tvö kvöld í röð - það var það gott og þá
sérstaklega souffle eftirrétturinn, nammm 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig