Að vera ekki að vinna þýðir að maður hafi endalausan frítíma til þess að plana komandi mánuði og
hef ég rosalega mikinn tíma til þess að undirbúa allt fyrir komu barnsins - suma daga vill ég ekkert
meira en að mæta í flug en aðra daga finnst mér ég rosa heppin að fá tækifæri til að njóta mín á
meðgöngunni og hafa meira en nægan tíma til að undirbúa allt saman. Ég er mjög snemma með
þetta en mig langaði að finna mér fallegan og þægilegan heimagalla sem ég gæti notað á seinustu
metrum meðgöngunnar og svo einnig heima við eftir fæðingu.
Ég rakst á þennan galla inn á Asos (surprise surprise) fyrir nokkrum vikum og ákvað að panta mér
hann núna þrátt fyrir að það séu enn meira en 3 mánuðir í litla þar sem það var ekki mikið til eftir
í minni stærð. Ég nota vanalega UK 10/EU 38 inn á Asos en ég ákvað að taka gallann í einni stærð
Færslan inniheldur auglýsingalinka.
No comments
Post a Comment
xoxo