6.7.18

BEAUTY // BECCA BE A LIGHT PALLETTE

Vöruna fékk ég sem gjöf.

Snyrtivörumerkið Becca hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan það kom í sölu hérlendis á 
seinasta ári og eru ófáar vörur orðnar uppáhalds hjá mér og eru í daglegri notkun. Ég stefni á að
deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum frá Becca bráðlega en í dag langar mig að segja ykkur
frá nýrri vöru frá merkinu og er það þessi gullfallega andlitspalletta. Ég sá hana fyrst á Instagram og
kolféll fyrir henni strax en ég elska ekkert meira en fallega ljómandi húð. Þegar ég var stödd úti á
Ítalíu í seinasta mánuði sá ég að hún var loksins komin til landsins en hún var ekki lengi að seljast
upp (sem er auðvitað ekki skrýtið, eruð þið að sjá þessa fegurð?!). Ég náði þó einu stykki af henni 
og hef notað hana mikið seinustu nokkra daga. Pallettan inniheldur fjögur púður; tvö andlitspúður,
einn kinnalit og einn skyggingarlit. Ég nota púðrið sem er vinstra megin undir augun og á þau
svæði sem ég vil birta til og hitt yfir allt andlitið til þess að blörra. Síðan nota ég kinnalitinn og
skygginguna og finnst mér ótrúlega þægilegt að hafa allt í einni pallettu.

Pallettan inniheldur ákveðna tækni sem dreifir ljósi til þess að blörra húðina, birta hana til og gefa
henni fallegan náttúrulegan ljóma - ég gjörsamlega fæ ekki nóg af henni og þið verið að hafa hraðar
hendur en það komu nokkur stykki af henni inn á Fotia.is í gær en þið finnið hana HÉR  


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig