26.7.18

NEW IN: THE PERFECT BLOUSE

Skyrtuna keypti ég mér sjálf.

Fyrir nokkrum vikum kom þessi fullkomna skyrta í Vero Moda en því miður missti ég af henni í það 
skiptið. Það verður sífellt erfiðara að klæða sig með tímanum en ég er núna komin 27 vikur og er
bumban orðin smá fyrir - ég var þess vegna svo ánægð í gær þegar ég sá að skyrtan væri komin aftur
og dreif ég mig í Vero Moda í Kringlunni í dag til þess að næla mér í hana. Þar beið hún eftir mér en
hún kom í svörtu, túrkísbláu og gullfallegum karrýgulum lit - ég ákvað að fá mér hana í svörtu og er
það klárt mál að hún verður mikið notuð næstu mánuði. Hún er fullkomin yfir svartar gallabuxur og
fallega skó en ég myndi hafa hraðar hendur þar sem það var ekki mikið eftir af þeim þegar ég fór í
dag 

Skyrtan kostaði 6.990 krónur og fæst í Vero Moda Kringlunni og Smáralind.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig