23.7.18

BABY // LINDEX NEWBORN

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindex.

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er ég á fullu að undirbúa allt saman fyrir komu litla gaurs en
tíminn líður allt of hratt og eru nákvæmlega þrír mánuðir í settan dag í dag. Mér finnst við hérna á
Íslandi vera rosa heppin með gott úrval af barnaverslunum og er Lindex ein af þeim verslunum sem
ég hef mikið verslað við. Ég er því ótrúlega spennt að hefja smá samstarf með þeim og deila með
ykkur Newborn línunni þeirra sem er að mínu mati æðisleg. Hún er unnin úr 100% lífrænni bómul
og er fáanleg í verslunum Lindex í Kringlunni, Smáralind og á Laugaveginum hér í Reykjavík. Það
er einnig hægt að nálgast hana inn á vefverslun Lindex og mun ég setja linka af öllum flíkunum hér
neðar í færslunni. 

Ég kíkti í Lindex í gær til að skoða úrvalið og fengu nokkrar gullfallegar flíkur að koma með mér
heim. Fyrst er það grár heilgalli sem er gerður úr ullarblöndu og var til peysa í stíl svo ég gat ekki
sleppt henni. Ég tók bæði gallann og peysuna í stærð 56 svo það er fullkomið að geta notað bæði
fyrstu mánuðina þar sem það verður orðið ansi kalt í veðri þá en ég er sett í lok Október. Ég fékk
mér einnig hvítar síðerma samfellur en mér finnst þær æðislegar - þær eru með smellum og er þeim
smellt að framan svo það þarf ekki að taka þær yfir höfuðið ef slys gerast. Ég á þær núna í stærðum
50-68 og er verðið á þeim æðislegt. Ég ákvað líka að taka samfellu- og buxnasett í stærð 50 þegar
hann er alveg glænýr og lítill - það er svo fallegt að nota settin saman eða blanda þeim saman. 
Ég held að minn maður verði ótrúlega sætur í þessu öllu saman og get ég ekki beðið eftir að klæða
hann í flíkurnar 

LINKAR AF FLÍKUNUM:

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig