1.7.18

LAKE GARDA PHOTO DIARY


Þá er komið að næsta áfangastað okkar á Ítalíu - Garðavatn! Tilefni ferðarinnar var 60 ára afmæli
ömmu minnar og afa en buðu þau börnunum sínum og barnabörnum að fagna með sér úti og voru
þau búin að leigja stórt hús við vatnið sem við eyddum viku í. Ég fékk endalausar fyrirspurnir út
í húsið eftir að ég sýndi það á bæði Snapchat og Instagram og ætlaði ég að vera löngu búin að segja
ykkur frá því. Húsið heitir Villa Puro og er staðsett í fjöllunum fyrir ofan smábæinn Toscolano
Maderno við Lake Garda. Hægt er að leigja húsið út og finnur þú link af því HÉR - þetta er án efa
fallegasta hús sem ég hef eytt tíma í og er æðislegt þegar svona stór hópur (við vorum 14) er að
ferðast saman að vera í húsi. Garðurinn í kringum húsið er svo stór og var nóg pláss fyrir alla en
það er eitt aðalhús og svo gestahús með tveimur íbúðum. Það er stórt eldhús og stofa en við eyddum
mestum tíma úti í garðinum sem var æðislegur og við sundlaugina. Ég mæli svo með þessu húsi
og þessum stað en það er ekki langt að keyra í aðra smábæi í kring eins og Saló, Sirmione og fleiri.
Ég ætla að leyfa myndunum að tala og segja ykkur aðeins betur frá vikunni okkar við Garðavatn
undir þeim 


Hér sjáið þið húsið sem um ræðir - ótrúlega fallegt og algjör paradís að vera í algjörum frið með
fjölskyldunni! Það var ekkert betra en að vakna á morgnanna og labba út úr stofunni á bakvið
í sólina og sjá alla byrjaða að hafa það notalegt við laugina!


Mér fannst miklu skemmtilegra að eyða dögunum mínum í litlu smábæjunum við vatnið heldur en í
stóru borgunum eins og Róm og Feneyjum. Þessir litlu staðir eru svo fallegir og maður er laus við
túristann en við heimsóttum Sirmione, Gardone Riviera og Saló og eru þeir allir gullfallegir. Eitt
kvöldið borðuðum við kvöldmat á stað sem heitir Riva Carne al Fuoco og er staðsettur á fimm stjörnu
hóteli við vatnið. Maturinn var ótrúlega góður og mælum við með honum ef þið eruð þarna!


Svona var ég flesta dagana, ómáluð, ógreidd með smá Monicu hár í bikiníi við sundlaugarbakkann.
Bumban gjörsamlega sprakk út á meðan við vorum úti en þegar þessi mynd er tekin er ég komin
sléttar 21 viku. Bikiníið mitt er frá Asos og fæst HÉR og kimonoinn sömuleiðis, hann finnið þið
HÉR (auglýsingalinkar). 


Einn daginn fórum við í siglingu á vatninu og er það eitthvað sem mér finnst vera must do þegar 
maður er við Garðavatn. Þetta var ekkert smá skemmtilegt og ótrúlega fallegt að sjá alla litlu staðina
frá vatninu ásamt því að fá að heyra smá um sögu vatnsins. 

Næst: Feneyjar 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig