27.6.18

HOME // BEDROOM CHANGES

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Slippfélagið.

Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég þá flugu í hausinn að mála gráa vegginn inn í svefnherberginu
okkar en mig langaði í mun dekkri lit á vegginn. Eftir að ég skipti um parket þá fannst mér gamli
liturinn of ljós og ekki passa eins vel við parketið svo ég fór í Slippfélagið og fékk nokkrar prufur
af litum sem ég prófaði svo á vegginn. Eftir smá pælingar ákvað ég lit og lét loksins verða að því
í gær að mála vegginn - stuttu eftir að ég sótti málninguna og allar græjur komst ég af óléttunni og
eins og þið munið eflaust þá var ég það slöpp að ég kom engu í verk fyrstu vikurnar en loksins er
allt að ske heima við. Mér brá smá fyrst við litnum en hann er mikið dekkri en sá gamli og breytingin
er mikil en ég er alveg í skýjunum með útkomuna og finnst allt vera miklu meira notalegra en áður
fyrr. Mér finnst svo kósý þegar svefnherbergi eru máluð í dökkum lit en liturinn sem við völdum
heitir Hrafnagrár og er æðislegur - hann er aðeins ljósari en Skuggi sem mig langaði upprunalega í
en Níels samþykkti hann ekki. Liturinn tónar fullkomnlega við svefnherbergið og er ótrúlega fallegt
að hafa ljóst á móti. Næsta verkefni er að gera sætt barnahorn inn í svefnherbergi og er ég mjög
spennt að byrja á því og deila með ykkur - við ætlum að hafa hann inni hjá okkur fyrstu mánuðina
áður en hann fer í sitt eigið herbergi. Hér fyrir neðan sjáið þið eftir myndirnar 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig