Þessi færsla er unnin í samstarfi við Byko.
Þá er komið að því að deila með ykkur seinasta rýminu í íbúðinni í samstarfi mínu við Byko. Ég er
búin að sýna ykkur fyrir og eftir myndum af eldhúsinu okkar (sjá hér) og stofunni (sjá hér) og nú er
komið að svefnherberginu okkar. Mér fannst breytingin á þessu rými svakaleg en eins og þið sjáið á
fyrir myndunum þá var öðruvísi parket þar heldur en var í stofunni - það var miklu dekkra og hlýrra
og passaði enganvegin inn í stílinn okkar. Það fór líka mjög í taugarnar á mér að parketin mættust í
dyragættinni hjá svefnherberginu (sem gengið er inn í úr stofunni) og var flæðið alls ekki fallegt. Nú
eftir að við settum 8 mm harðparket í litnum Lancaster Oak frá Krono Original úr Byko er flæðið svo
fallegt og einnig birti svakalega til inn í svefnherbergi. Gamla parketið var einnig brotið við endann á
rúminu svo ég neyddist til að hafa mottu þar til að fá ekki flís af því og nú er ég svo ánægð að sleppa
við það vesen og mottuna líka. Við völdum okkur svo gólflista sem eru líkir parketinu í lit úr Byko
líka og er ég mjög ánægð með þá og allt saman. Við fengum mjög góða þjónustu yfir allt ferlið þegar
við vorum dugleg að heimsækja verslunina og velja parketið sem tók smá tíma. Hér fáið þið fyrir og
eftir myndirnar af svefnherberginu ♡
FYRIR
No comments
Post a Comment
xoxo