5.7.18

ASOS WISHLIST // WEEK 27

ASOS tea dress (HÉR)     ASOS belted coat (HÉR)
MOSS COPENHAGEN shirt (HÉR)     ASOS jumper (HÉR)

Hér höfum við Asos lista vikunnar - ég ákvað að taka smá pásu frá meðgöngufatnaðinum og deila
með ykkur þeim flíkum sem ég væri til í að eignast úr venjulegu línunni. Ég hef ekki keypt mér mikið
af meðgöngufatnaði þar sem það er til helling af flíkum sem hægt er að nota á meðgöngu og einnig á
ég mikið fyrir sem virkar enn. Ég hef þó þurft að fjárfesta í nýjum gallabuxum og kósýbuxum fyrir 
stækkandi bumbu en þegar kemur að skyrtum, peysum og kápum þá er meðgöngufatnaður ekki það
nauðsynlegasta. Ég rak augun á þessa kápu inn á Asos um daginn en ég er búin að vera að leita mér
að léttri kápu fyrir sumarið (jább, það þarf ennþá kápu á sumrin miðað við þetta veður) en Ganni 
kápan mín er aðeins of hlý í augnablikinu - mér finnst þessi vera fullkomin og ég er gjörsamlega að
elska smáatriðin á ermunum. Ég pantaði mér svo um daginn þessa svörtu síðu peysu en mér finnst 
hún fullkomin ,,basic" flík til að eiga yfir svartar gallabuxur og mögulega berleggja við hvíta skó ef
sólin ætlar eitthvað að láta sjá sig í sumar. Ég fann mér líka fullkomna hvíta skyrtu í Zara um daginn
en því miður held ég að hún sé uppseld í bili en ég fann þessa inn á Asos sem er mjööög svipuð henni
og er einmitt á útsölu sem er bónus! Happy shopping 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig