Myndir teknar af Pinterest.
Halló halló - ég afsaka þessa löngu þögn sem hefur verið hér á blogginu en ég þurfi bara á smá pásu
að halda en þessi tími ársins finnst mér alltaf svo leiðinlegur. Leiðinlegt veður, skammdegið, útsölur
og því ekkert nýtt að koma í búðir og svo er ég að koma mér aftur í rútínu eftir mánaðarfrí frá skóla
og vinnu. Ég er öll að koma til og er spennt fyrir komandi tímum en núna eftir helgina förum við
loksins í það að skipta um gólfefni á íbúðinni. Þetta er búið að vera ansi langt ferli en það tók okkur
alveg góðan tíma að finna parket sem okkur langaði bæði í. Mig langaði alltaf í ljóst parket en Níelsi
langaði í dökkt svo þetta var mjög erfitt en eftir að við fengum milljón prufur þá fundum við eitt sem
er hvorki of ljóst né of dökkt og er fullkomið! Ég er svo spennt fyrir þessu öllu saman en þetta mun
breyta svo miklu og vonandi gera íbúðina mun bjartari og opnari en núna eru fjögur mismunandi
gólfefni á henni sem er ekki alveg að virka.
Ég mun deila með ykkur hér á blogginu fyrir og eftir myndum af hverju rými fyrir sig en þar sem
ekkert af þeim er nú þegar með sama gólfefni þá verður gaman að sjá mismunandi breytingar. Það
er grár gólfdúkur á eldhúsinu núna, ljóst parket á stofunni og dekkra inn í svefnherbergi. Ég mun
svo að sjálfsögðu deila með ykkur ferlinu á hinum miðlunum mínum en þið finnið mig á Snapchat
undir @alexsandrabernh og Instagram Stories undir @alexsandrabernhard ♡
No comments
Post a Comment
xoxo