23.1.18

SATURDAY NIGHT


Ég átti yndislegt og ótrúlega skemmtilegt laugardagskvöld núna um helgina en vinkona mín hún
Gyða Dröfn hélt upp á 26 ára afmælið sitt. Hún fór að sjálfsögðu ,,all in" í þetta afmæli en það var
ekki við neinu öðru að búast af henni - hún var með japanskt þema og var búin að panta endalaust
af skrauti á bæði mig og Þórunni þegar við vorum að fljúga til Bandaríkjana og við ferjuðum því
heim. Það var alveg þess virði því veislan var ekkert smá flott og kvöldið æðislegt - það var nóg
af sushi í boði og ótrúlega góð cherry blossom kaka svo spiluðum við Prosecco Pong og skemmtum
okkur ótrúlega vel. Ég mæli með að skoða færsluna sem Gyða gerði um afmælið en þar fer hún
vel yfir skrautið og hvernig hún skipulagði veisluna - HÉR er færslan.

Fyrir kvöldið fór ég og Þórunn í förðun til Fanneyjar Dóru en þegar maður er svo heppin að eiga
nokkrar vinkonur sem eru förðunarfræðingar þá verður maður að nýta það! Hún er ekkert smá
klár og grét ég liggur við þegar ég þurfti að þrífa á mér andlitið þegar ég kom heim - hún gerði
ótrúlega fallegt halo look á mig og bíð ég núna eftir næsta tilefni til að fara til hennar. Þið voruð
margar að forvitnast um dressið mitt en ég klæddist þessum glimmersamfesting sem ég pantaði
mér af Na-kd um daginn. Ég er gjörsamlega ástfangin af honum, hann er svo fallegur og mjög
þægilegur sem er ennþá betra 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig