Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf.
Nýlega kynntist ég hárvörumerkinu Briogeo en bæði Þórunn og Gyða hafa talað svo vel um vörurnar
að auðvitað varð ég að prófa líka og ég var sko alls ekki svikin! Ég byrjaði á því að prófa sjampó og
næringu frá merkinu og er strax búin að klára það en ég ákvað svo að kaupa mér tvær aðrar vörur í
viðbót sem eru eflaust vinsælustu vörurnar frá merkinu. Fyrst er það Don't Despair, Repair! maskinn
en þetta er djúpnærandi maski sem ég nota einu sinni til tvisvar í viku og skilur það hárið eftir
silkimjúkt - það gefur hárinu nauðsynlegan raka og inniheldur meðal annars B vítamín, argan olíu,
kollagen og silki. Fyrir jól prófaði ég einnig mjög skemmtilega útgáfu af maskanum en þá fylgir
með hetta til að setja á hausinn eftir að maskinn hefur verið settur í hárið og á hann að fara dýpra
og veita meiri raka.
Næst er það vara sem ég er nýbúin að kaupa mér og lofar hún mjög góðu en hún var lengi búin
að vera á óskalistanum mínum. Það er Scalp Revival sjampóið en þetta er hreinsandi sjampó
sem inniheldur kol og kókosolíu og skrúbbar það hársvörðin létt. Mér finnst gott að nota svona
sjampó ekki oftar en einu sinni í viku en eiginlega bara eftir þörfum þar sem of mikil notkun
getur gert hársvörðinn viðkvæmann. Ég nota svo rosalega mikið hársprey og texture sprey út
No comments
Post a Comment
xoxo