20.12.17

NEW IN // BLUSH & ROSE GOLD

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi.

Ég er ein af þeim sem fer að kaupa jólagjafir og kem alltaf með eitthvað smá heim fyrir sjálfa mig. Ég
gerði auðvitað enga undantekningu í dag en áðan kíktum við í Kringluna að klára jólagjafirnar og ég
skaust aðeins inn í Selected en ég elska að Selected Femme er núna fáanlegt í Kringlunni því það er
mun styttra fyrir mig að fara. Ég var búin að sjá þessa fölbleiku peysu áður og ég varð að eignast 
hana - ég elska þennan lit og slaufan á ermunum gerir hana svo skemmtilega. Hún er fullkomin við
þessar svörtu lausu buxur sem eru líka nýlegar úr Selected og mun ég eflaust nota hana mikið, bæði
hversdags og við fínni tilefni en hún er fullkomin í jólaboðin sem eru framundan  


Á leið á kassann rakst ég svo á þennan kjól og var ég ekki lengi að grípa hann með. Ég var búin að
ákveða að kaupa mér ekki kjól fyrir aðfangadag eða áramótin en um leið og ég sá þennan þá hugsaði
ég hversu fullkominn hann verður á áramótunum. Liturinn á honum er gullfallegur og er ég eiginlega
að missa mig yfir honum - sniðið á kjólnum er líka fullkomið en ég hef lengi elskað svona ,,wrap"
kjóla en þeir eru svo fallegir og á sama tíma ótrúlega þægilegir. Ég er svo spennt að klæðast honum
á áramótunum og fagna nýja árinu í honum við svarta hæla og við nýja hárið mitt en ég á tíma í 
klippingu á milli jóla og nýárs, en meira um það seinna.

Peysan kostaði 5.990 krónur og tók ég hana í stærð S og kjóllinn kostar 11.990 krónur og tók
ég hann í stærð M - Selected Femme fæst bæði í Kringlunni og Smáralind 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig