22.12.17

MERRY CHRISTMAS

Þessi færsla er ekki kostuð // Allt keypti ég mér sjálf.

Ég setti loksins upp jólatréð mitt seinustu helgi eftir að ég kláraði prófin en ég hefði viljað setja það
upp bara í byrjun mánaðarins - ég elska að hafa tréð uppi en það er svo fallegt og gerir allt svo kósý.
Ég elska að skreyta fyrir jólin og er stíllinn minn mjög einfaldur og minimalískur eins og þið eflaust
vitið - ég er því með silfurlitað skraut á trénu, grenilengjur í hverri gluggakistu með hvítum ljósum
og svo fjárfesti ég um daginn í þessum svarta velúrstandi undir jólatréð og er ég ástfangin af honum.
Ég var búin að horfa á hann í smá tíma og leyfði ég mér loksins að panta hann um daginn en hann er
frá merkinu VIGT sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þetta er íslenskt fyrirtæki sem er staðsett í
Grindavík og er samstarf móður og þriggja dætra hennar sem mér finnst svo sætt - ég á kodda og
fallegan ramma frá þeim fyrir en ein af þeim sem er með fyrirtækið hannaði baðherbergið okkar í
fyrra (sjá færslu HÉR) og eru þetta miklar smekkkonur. Standurinn er til í nokkrum litum en ég
valdi mér svarta standinn og passar hann svo vel inn til okkar - ég er ennþá spenntari núna en ég
var fyrir að skipta um gólfefni en þá á þetta eftir að vera mun fallegra.

Annars ætla ég að taka mér smá jólafrí frá blogginu og eyða tíma með fjölskyldu og vinum, ég
vona að þið eigið yndisleg jól elsku lesendur og hafið það gott ♡  Ég verð þó eflaust eitthvað virk 
á hinum miðlunum mínum en þið finnið mig á Snapchat undir @alexsandrabernh og á Instagram
undir @alexsandrabernhard.

Velúrstandurinn fæst HÉR
SHARE:

2 comments

 1. Sæl.
  Hvar fær maðut þessar myndir sem að þú ert með á veggjunum?

  Mbk
  Ellen

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hæhæ,

   Ég pantaði þær allaf af síðu sem heitir Desenio :)

   Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig